Faxaborg Borgarnesi
við Vindás


25.03.2020 19:59

Faxaborg lokuð um óákveðin tíma

Reiðhöllin lokuð frá og með fimmtudeginum 26. mars.
Samkvæmt hertum reglum heilbrigðisráðherra um samkomubann verður að grípa til lokunar reiðhallarinnar Mælst er til þess að öll íþróttamannvirki séu lokuð. Það á víst við um reiðhallir eins og aðrar íþróttahallir.
Vinsamlegast virðið þessa niðurstöðu. Þetta á við um okkur ÖLL. Sjá nánar frétt inn á www.lhhestar.is

Tilkynning verður birt um leið og á þessu verða breytingar.

20.03.2020 00:06

Faxaborg á tímum COVID19

Fulltrúar í stjórn Seláss og Faxaborgar hafa rætt saman varðandi öryggismál reiðhallarinnar í ljósi Covid-19 veirunnar. Á þessu stigi málsins þykir ekki ástæða til að loka reiðhöllinni en þeir hestamenn sem nota reiðhöllina eru beðnir um að gæta að hreinlæti og góðri umgengni. Handspritt á að vera við inngang fyrir þá sem vilja spritta hendur sínar. Flestöllum reiðnámskeiðum og viðburðum hefur aftur á móti verið frestað eða aflýst þannig að rúmur tími gefst núna fyrir handhafa aðgangskorta. Enn og aftur er minnt á það að aðgangur að reiðsal er bundinn við korthafa. 

10.03.2020 22:43

Aðgangskort að Faxaborg

Það er hér áréttað að  einhvörðungu þeir sem greitt hafa fyrir aðgangskort eða einkatíma hafa rétt til að þjálfa í Faxaborg (nema ef um námskeið sé að ræða).  Ekki eru tök á því að viðhafa mikið eftirlit með því hverjir nota höllina og því verður að treysta á heiðarleika manna. Listi yfir korthafa er hér á heimasíðunni og ef einhverjir verða varir við að nafn þeirra vantar á listann þá endilega tilkynna það. Reynt er eftir föngum að hafa listann sem réttastan. 

05.03.2020 23:00

KB - mótaröð 4-gangur

Vegna veðurspár hefur fjógangsmóti KB mótaraðar verið frestað til laugardagsins 14. mars. Mun það hefjast kl. 12:15. Opið verður fyrir skráningu fram til fimmtudagsins 12. mars og þarf skráningum að vera lokið kl. 16.

24.02.2020 10:47

Vesturlandsdeild -æfingatímar

Höllin er frátekin fyrir Vesturlandsdeild 24.,25. og 26. febrúar milli kl 8 og 12 alla þessa daga.

08.02.2020 22:31

Blásarar í Faxaborg

Notendur athugi að blásarar verða altaf að vera í gangi í Faxaborg - er það til þess að forða því m.a. að frjósi í lögnum ef mikið frost er úti. 
Ef, af einhverjum ástæðum, þarf að slökkva á blásurunum þá verður undantekningarlaust að kveikja á þeim aftur að aflokinni þögulli stund í salnum. 

19.01.2020 00:44

Hesthúsið í Faxaborg

Stjórn Selás ehf bendir á að stíurnar í Faxaborg eru ekki síst ætlaðar fyrir þá notendur sem koma langt að með hesta sína til æfinga. Því er þeim tilmælum beint til notanda sem koma úr hesthúsahverfinu að stilla hestafjölda í hóf í hverri ferð t.d. 2 - 3 í hverri ferð. Það ætti að tryggja að þeir sem koma langt að með 4 - 5 hesta geti komið þeim í hús meðan þeir þjálfa. Jafnframt er minnt á umgengnisreglur í reiðhöllinni sem aðgengilegar eru á heimasíðu Faxaborgar.

Síðan er rétt að minn á að þeir sem nota stíurnar þurfa að hreinsa þær af skít eftir notkun. Þetta eru ekki safnstíur. 

19.01.2020 00:39

Kvennatölt 2020

Búið er að dagsetja kvennatöltið sem haldið verður í Faxaborg. Verður það haldið þann 9. apríl n.k. Þessi viðburður var haldinn í fyrsta sinn í fyrra og tókst afar vel. Það er Randi Holaker sem hefur veg og vanda af þessu verkefni líkt og síðast. Ekki þarf að efast um það að hér verður vel að verki staðið. 
  • 1


Farsími:

8984569

Flettingar í dag: 240
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 407192
Samtals gestir: 101497
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 18:24:46